fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Gumma Ben blöskraði og horfði í myndavélina – „Reynið að gera þetta vel“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. maí 2022 08:58

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram tók á móti Val í Bestu deild karla í Safamýrinni í gær. Valur þurfti á öllum stigunum að halda til að halda í við topplið Blika og komst í forystu á 16. mínútu þegar Ágúst Eðvald Hlynsson setti boltann í netið eftir fína sókn en Guðmundur Magnússon jafnaði fyrir Fram með skalla á 27. mínútu eftir sendingu frá Fred.

Valsarar urðu manni færri undir lok fyrri hálfleiks þegar Birkir Heimisson var rekinn af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í leiknum. Þá fór Sveinn Sigurður, markvörður liðsins, af velli snemma leiks vegna meiðsla og Kristján Hjörvar Sigurkarlsson kom inn á í hans stað.

Það vakti mikla athygli þegar Kristján Hjörvar hljóp inn á völlinn en treyja hans var merkt Guy Smit aðalmarkverði liðsins sem einnig er meiddur.

Þetta var til umræðu í Stúkunni á Stöð2 Sport í gærkvöldi og var sagt frá því að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem ungur leikmaður Vals væri að spila sinn fyrsta leik í treyju sem ekki væri merkt honum.

Guðmundi Benediktssyni sem stjórnaði þættinum í gær blöskraði þetta og hvernig Valur kæmi fram við unga leikmenn.

„Reynið að gera þetta vel,“ sagði Guðmundur og horfði í myndavélina en hann lék með Val um árabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“