fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Kærir niðurfellingu á máli Arons Einars og Eggerts

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. maí 2022 14:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konan sem kærði Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson fyrir nauðgun hefur kært niðurfellingu málsins. Fréttablaðið segir frá og vitnar í Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúa KSÍ

Konan lagði fram kæru síðasta haust og sakaði Aron og Eggert um að hafa nauðgað sér í kjölfar landsleiks í Kaupmannahöfn árið 2010. Héraðssaksóknari felldi málið niður fyrr í þessum mánuði.

Málið fer nú á borð ríkissaksóknara sem tekur málið fyrir og skoða hvaða skref í málinu skal taka.

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH

Aron Einar er leikmaður Al-Arabi í Katar en hann hefur verið úti í kuldanum hjá íslenska landsliðinu eftir að málið kom upp. KSÍ hefur gefið út reglur sem útiloka þáttu Arons í komandi landsliðsverkefni.

„Stjórn KSÍ samþykkti að haft sé að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, að þá skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Það gildir jafnt um dómara, þjálfara, leikmenn, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ,“
segir í nýjum reglum KSÍ.

Eggert Gunnþór Jónsson er leikmaður FH en honum var gert að stíga til hliðar um miðjan apríl vegna málsins. Hann snéri aftur í lið FH eftir að héraðssaksóknari felldi málið niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði