fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar

433
Miðvikudaginn 25. maí 2022 16:50

Eggert Gunnþór Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort Eggert Gunnþór Jónsson haldi áfram að spila eða verði settur til hliðar eftir nýjar vendingar í máli hans. Davíð Þór Viðarsson ræðir málið við Vísir.is

Fram kom í dag að búið væri að kæra niðurstöðu hérðassaksóknara um að fella niður mál þar sem Eggert og Aron Einar Gunnarsson voru kærðir fyrir nauðgun.

Konan lagði fram kæru síðasta haust og sakaði Aron og Eggert um að hafa nauðgað sér í kjölfar landsleiks í Kaupmannahöfn árið 2010. Héraðssaksóknari felldi málið niður fyrr í þessum mánuði.

Málið fer nú á borð ríkissaksóknara sem tekur málið fyrir og skoða hvaða skref í málinu skal taka.

„Við erum ekki búin að taka neina ákvörðun. Við vorum náttúrulega bara að fá að vita af þessu svo að það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála FH við Vísir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?