Spænsku La Liga lauk í dag með sjö leikjum.
Barcelona hafði þegar tryggt sér annað sæti deildarinnar. Liðið tók á móti Villarreal í dag og tapaði 0-2. Villarreal tryggði sér þar með Sambandsdeildarsæti þar sem Atletic Bilbao tapaði 1-0 fyrir Sevilla á sama tíma.
Fyrir daginn í dag voru Levante og Alaves fallin um deild. Baráttan var því á milli Granada, Cadiz, Mallorca og Getafe.
Það fór svo að Grandada féll eftir markalaust jafntefli gegn Espanyol. Cadiz vann Alavez, Mallorca vann Osasuna og tap Getafe gegn Elche kom ekki að sök.
Atletico Madrid vann 1-2 sigur á Real Sociedad og hafnar í þriðja sæti. Sociedad fer í Evrópudeildina ásamt Real Betis.