Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni fór fram í dag.
Manchester City varð meistari eftir ótrúlegan 3-2 endurkomusigur á Aston Villa á sama tíma og Liverpool vann Wolves 3-1.
Tottenham fer í Meistaradeildina eftir stórsigur á Norwich. Arsenal þarf að sætta sig við Evrópudeildina. Þangað fer Manchester United líka þrátt fyrir tap gegn Crystal Palace í dag.
Leeds hélt sér í deildinni með 1-2 sigri á Brentford á sama tíma og Burnley tapaði gegn Newcastle.
Hér fyrir neðan má sjá brot af því sem íslenskir knattspyrnuáhugamenn höfðu að segja á Twitter um lokaumferðina.
Gerrard fær ekki djobbið hjá Dai. 3 mörk á 5 min er ekki fyrirgefið.
— Davíð Guðrúnarson (@DaviBirgisson) May 22, 2022
city er angrins ogeðslega pirrandi lið
— Guðrún Svava (@guggaigummibat) May 22, 2022
Já ók pic.twitter.com/6TTwkdl8DX
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) May 22, 2022
Marsching on together😂🤲 pic.twitter.com/WE3n17tR5m
— Freyr S.N. (@fs3786) May 22, 2022
Þetta Evertonlið er ekkert eðlilega mikið rusl😂 14-1 í tilraunum og 83-17% í possession
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) May 22, 2022
Sjá þessa upper class lúsera í stúkunni hjá city
— Bulky (@Johannesoli1) May 22, 2022
Takk💙
— Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson (@olafurorn) May 22, 2022
Maður nánast trúir því ekki á hvaða bensíni Ralfarinn er að keyra. Er manninum að takast hið ómögulega og draga liðið í Evrópudeildina á næsta ári?! 🧠🧠
— Jói Skúli (@joiskuli10) May 22, 2022
Comeback City! Þvílíkur lokadagur og dramað væntanlega ekki búið!!
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) May 22, 2022
Fínt að halda bikarnum í Manchester. Styttra fyrir Erik að sækja hann næsta vor
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) May 22, 2022
Fokking ógeðslega olíu pening félag sem City er
— Davíð Guðrúnarson (@DaviBirgisson) May 22, 2022
Takk Harry Potter. #Brighton
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 22, 2022
Til hamingju báðir ManCity aðdáendur Íslands.
— Simmi Vil (@simmivil) May 22, 2022