fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Manchester City Englandsmeistari eftir ótrúlega dramatík – Spenna fram á síðustu mínúturnar

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 22. maí 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram í dag. Það var spenna fram á síðustu mínúturnar.

Manchester City var stigi á undan Liverpool fyrir leiki dagsins. Það leit ekki vel út fyrir liðið lengi vel í dag. City lenti undir gegn Aston Villa á 37. mínútu þegar Matty Cash skoraði. Þegar tæpar 20 mínútur lifðu leiks tvöfaldaði Philippe Coutinho svo forystu Villa. City-liðið er þó ansi magnað og minnkaði Ilkay Gundogan muninn á 76. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar voru þeir búnir að jafna þegar Rodri kom boltanum í netið. Þremur mínútum eftir það skoraði Gundogan svo sitt annað mark og kom City í 3-2.

Liverpool lenti líka í honum kröppum í dag gegn Wolves. Liðið lenti undir strax á 3. mínútu þegar Pedro Neto skoraði. Sadio Mane jafnaði fyrir Liverpool á 24. mínútu leiksins og staðan var 1-1 í hálfleik. Liverpool leitaði að markinu sem margir héldu að gæti orðið það sem tryggði þeim titilinn miðað við stöðuna hjá City lengi vel. Liðið vann það á 84. mínútu þegar Mohamed Salah skoraði. Andy Robertson innsiglaði svo 3-1 sigur Liverpool í lok leiks.

Úrslitin þýða að Manchester City vinnur deildina með einu stigi og ver titil sinn. Þetta er þeirra fjórði Englandsmeistaratitill á fimm árum.

Mynd/Getty

Tottenham fer í Meistaradeild Evrópu eftir stórsigur á Norwich. Liðið leiddi 0-2 í hálfleik með mörkum frá Dejan Kulusevski og Harry Kane. Kulusevski bætti við þriðja markinu á 64. mínútu og Heung-Min Son því fjórða skömmu síðar. Son gerði svo fimmta markið á 76. mínútu.

Aðeins Arsenal gat náð Tottenham fyrir leik dagsins en 5-1 sigur á Everton dugði ekki til. Arsenal komst yfir með marki Gabriel Martinelli af vítapunktinum á 27. mínútu. Eddie Nketiah tvöfaldaði forskotið skömmu síðar en rétt fyrir leikhlé minnkaði Donny van de Beek muninn fyrir Everton. Cedric Soares, Gabriel og Martin Ödegaard bættu við þremur mörkum fyrir Arsenal í seinni hálfleik. Liðið hafnar í fimmta sæti og fer í Evrópudeildina.

Tottenham lék á alls oddi. Mynd/Getty

Manchester United fer í Evrópudeildina þrátt fyrir 1-0 tap gegn Crystal Palace í dag. Wilfried Zaha skoraði eina mark leiksins. Það er vegna þess að West Ham tapaði á sama tíma gegn Brighton, 3-1. Michail Antonio kom West Ham yfir en Joel Veltman, Pascal Gross og Danny Welbeck svöruðu fyrir Brighton. West Ham fer því í Sambandsdeildina.

Burnley er fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir tap gegn Newcastle í dag. Callum Wilson kom Newcastle í 0-2 áður en Maxwel Cornet minnkaði muninn. Leeds vann á sama tíma 1-2 sigur gegn Brentford og heldur sér því uppi. Pahinha og Jack Harrison skoruðu mörk liðsins en Sergi Canos gerði mark Brentford.

Leikmenn og stuðningsmenn Leeds fagna. Mynd/Getty

Aðrir leikir í dag skiptu litlu máli upp á stöðuna í deildinni. Chelsea vann 2-1 sigur á Watford. Kai Havertz kom liðinu yfir á 11. mínútu. Dan Gosling jafnaði muninn fyrir Watford á 87. mínútu en Ross Barkley skoraði sigurmark Chelsea í uppbótartíma. Chelsea hafnar í þriðja sæti deildarinnar.

Leicester vann 4-1 sigur á Southampton. Ayoze gerði tvö mörk fyrir Leicester en James Maddison og Jamie Vardy hin. James Ward-Prowse skoraði mark Southampton. Leicester hafnar í áttunda sæti deildarinnar er Southampton í því fimmtánda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford
433Sport
Í gær

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Í gær

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið