Það varð ljóst í dag að Kylian Mbappe muni skrifa undir nýjan samning við Paris Saint-Germain í stað þess að fara til Real Madrid.
Það var talið líklegast að stjarnan færi til Real Madrid en í vikunni bárust fréttir af því að PSG ætlaði að bjóða Mbappe fjórar milljónir punda á mánuði í laun, 100 milljónir punda fyrir að skrifa undir, alls kyns völd innan félagsins og fleira.
Samningurinn sem Mbappe mun skrifa undir við PSG mun gilda til ársins 2025.
Þá er talið líklegt að Mauricio Pochettino, stjóri PSG, yfirgefi félagið. Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála, mun líklega gera slíkt hið sama.
Kylian Mbappé will sign a three year deal with Paris Saint-Germain, the contract will be valid until 2025. It was approved in the morning. 📑🤝 #Mbappé
Pochettino & Leonardo are expected to leave, as @Romain_Molina says – PSG are already exploring options to replace them. #PSG pic.twitter.com/ZAispywrVz
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 21, 2022