Lyon er Evrópumeistari eftir sigur á Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.
Fyrri hálfleikur var hin mesta skemmtun. Amandine Henry kom Lyon yfir með stórglæsilegu marki strax á sjöttu mínútu. Markið má sjá neðst í færslunni.
Ada Hegerberg tvöfaldaði forystu Lyon eftir flott samspil á 23. mínútu.
Staðan var svo orðin ansi þung fyrir Börsunga tíu mínútum síðar þegar Catarina Macario skoraði þriðja mark Lyon.
Alexia Putellas sá til þess að Barcelona átti möguleika fyrir seinni hálfleikinn með marki á 41. mínútu.
Barcelona var meira með boltann í seinni hálfleiknum en náði þó aldrei að minnka muninn frekar og setja sigur Lyon í hætti. Lokatölur 1-3.
Lyon endurheimtir þar með Evrópumeistaratitilinn af frábæru liði Barcelona sem vann hann í fyrra. Þetta er í áttunda sinn sem franska félagið verður Evrópumeistari.
TAKE. A. BOW. 🔥
Amandine Henry with one of the goals of the season for @OLFeminin
Watch the @UWCL Final live 👇
🇬🇧 🎙 👉 https://t.co/JBKFKDjnnI
🇪🇸 🎙 👉 https://t.co/mCHiZrlDBV
🇫🇷 🎙 👉 https://t.co/tHncncobhD pic.twitter.com/eDXeDvlLBx— DAZN Football (@DAZNFootball) May 21, 2022