fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Kjartan fékk sting í magann þegar að hann frétti af hjartastoppi Emils – ,,Setur trúlega hlutina fyrir hann í samhengi“

433
Laugardaginn 21. maí 2022 10:00

Mynd: Instagram/emilpals

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Atli Kjartansson var gestur í íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrár Hringbrautar alla föstudaga ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs. Kjartan er umsjónarmaður Körfuboltakvölds á Stöð2 sport en þeir félagar hafa haft næg verkefni undanfarnar vikur og skilað sínu heim í stofur landsmanna með prýði.

Ein af fréttum vikunnar var hjartastopp sem Emil Pálsson fór í en þeir félagar voru sammála að allir haldi mikið með bata Emils. „Þetta var fúlt. Við vorum með hann í viðtali í Fréttablaðinu ekki alls fyrir löngu þar sem læknar voru búnir að gefa grænt ljós að fara fulla ferð áfram. Þetta eru hræðileg tíðindi fyrir hann persónulega og væntanlega verður þetta til þess að hann spili ekki fótbolta aftur,“ sagði Hörður.

Kjartan Atli sagði frá því þegar hann heyrði að Emil hefði farið í hjartastopp. „Ég var staddur inn í íþróttahúsi á yngri flokka leik í körfubolta þegar þetta gerðist á sínum tíma og allir halda með honum. Maður fær sting í magann fyrir hans hönd. En þetta setur trúlega hlutina fyrir hann í samhengi.“

„Ætli hann velji ekki frekar lífið en fótboltann,“ sagði umsjónarmaðurinn Benedikt Bóas og sendu þeir félagar batakveðjur á Emil.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarliðin í Manchester slagnum – Ederson mættur í markið

Byrjunarliðin í Manchester slagnum – Ederson mættur í markið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“
Hide picture