Það er ekkert leyndarmál að Robert Lewandowski, framherji Bayern Munchen, vill komast frá félaginu í sumar.
Hinn 33 ára gamli Lewandowski hefur verið hjá Bayern í hátt í áratug og vill nýja áskorun. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.
Pólverjinn hefur verið sterklega orðaður við Barcelona og ætlar hann sér að komast þangað.
Það er þó ekki víst að Bayern sé tilbúið að leyfa leikmanninum að fara. Lewandowski og umboðsmaður hans bíða eftir að félagið taki ákvörðun og finni arftaka leikmannsins.
Robert Lewandowski has not changed his mind, as of today. He wants Barcelona and he’s not even in talks with any other club – just waiting for Bayern to make final decision and find potential replacement. 🇵🇱 #FCB
Barça are always in direct contact with his agent Pini Zahavi. pic.twitter.com/25Uuw1BlSV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 21, 2022