fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Auðveldara fyrir konur að koma út úr skápnum – „Fyrir karla er þetta enn eitthvað tabú,“

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 21. maí 2022 12:30

Kjartan Atli Kjartansson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um Jake Daniels í íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar alla föstudaga. Kjartan Atli Kjartansson var gestur samt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs. Daniels varð fyrsti atvinnufótboltamaðurinn sem hefur opinberað samkynhneigð sína í Bretlandi. Daniels er sautján ára gamall og spilar sem framherji fyrir Blackpool.

„Eru ekki tímarnir að breytast og mennirnir með sem betur fer. Öll tölfræði í heiminum segir okkur það að í knattspyrnu eða íþróttaheiminum er samkynhneigt fólk eins og í öllum öðrum stéttum lífsins. Þetta hefur verið skrýtið en viðbrögðin sem hann fær eru eðlileg myndi ég segja. En auðvitað er mikið hrós á hann fyrir að vera fyrstur og það kæmi lítið á óvart ef fleiri fylgdu í hans fótspor. Þetta er í dag eðlilegasti hlutur í heimi og það skipir mig engu hvað fólk er að gera í sínum frítíma. Mér kemur það ekki við,“ sagði Hörður.

Kjartan benti á að þetta væri auðveldara kvennamegin. „Fyrir karla er þetta enn eitthvað tabú,“ sagði hann en Kjartan þekkir bandarískar íþróttir og íþróttamenningu betur en flestir. „Það er til frægðarhöll samkynhneigðra íþróttamanna þar sem er verið meðal annars að hjálpa þeim sem eru enn inn í skápnum að komast þaðan út.

En eins og Höddi bentir á er tölfræðin skökk og vonandi verður þetta eðlilegt í framtíðinni,“ segir Kjartan.

Nánari umræðu má sjá hér fyrir neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur
Hide picture