Harry Kane framherji og fyrirliði Tottenham er veikur og ríkir óvissa með þátttöku hans í leik liðsins gegn Norwich á sunnudag.
Tottenham dugar stig til þess að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni en veikindi Kane gætu sett strik í reikning liðsins.
Sögur hafa verið á kreik um að leikmenn Tottenham séu að glíma við matareitrun en þær fréttir hafa verið dregnar til baka.
Kane hefur verið að glíma við veikindi síðustu daga en sagt er að forráðamenn Tottenham vonist til að hann nái heilsu fyrir sunnudaginn.
Lærisveinar Antonio Conte hafa verið í góðum gír undanfarnar vikur en ítalski stjórinn hefur snúið við gengi liðsins.