Hinn afar spennandi Darwin Nunez er sagður hafa slegið þann möguleika af borðinu að ganga til liðs við Manchester United í sumar. RMC Sport segir frá þessu.
Nunez er 22 ára gamall og leikur með Benfica í Portúgal.
Framherjinn hefur verið magnaður á þessari leiktíð og skorað 26 mörk í 28 leikjum í portúgölsku deildinni.
Nunez hefur einnig verið orðaður við hið nýríka félag Newcastle. Hann er þó einnig sagður ætla að hafna þeim.
Sjálfur vill Nunez fara í eitt af bestu félögum Evrópu um þessar mundir.