Fjöldi stuðningsmanna Everton hljóp inn á völlinn eftir sigur liðsins á heimavelli gegn Crystal Palace í gær. Ástæðan fyrir því var sú að með sigrinum er sæti liðsins í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð tryggt.
Skapaði þetta töluverð vandræði. Lenti til að mynda einn stuðningsmaður í útistöðum við Patrick Vieira, stjóra Palace, sem lauk með því að fyrrum miðjumaðurinn sparkaði hann niður.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur gagnrýnt þá stuðningsmenn sem hlupu inn á völlinn með börnum sínum. „Þegar ég sá feður með litla syni sína á vellinum hugsaði ég að ég væri ekki viss hvað þeir væru að pæla. Það er allt í lagi að missa sig ef maður er einn, en að vera með son sinn með sér, þetta hefði getað verið mjög hættulegt,“ sagði Þjóðverjinn.
Enska úrvalsdeildin ætlar að grípa til sérstakra úrræða vegna málsins. Nánar má lesa um það hér.