fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Vanda segir Arnari heimilt að velja Aron Einar í næsta landsliðshóp

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. maí 2022 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Viðarssyni landsliðsþjálfara er heimilt að velja Aron Einar Gunnarsson í næsta landsliðshóp sinn en KSÍ undirbýr nú regluverk í kringum starf sambandsins. Frá þessu er sagt í Fréttablaðinu í dag.

„Eins og staðan er núna þá eru engar reglur sem banna landsliðsþjálfara að velja ákveðna leikmenn,“ segir Vanda, aðspurð hvort Arnar gæti valið Aron í samtali við Fréttablaðið.

Aron og Eggert Gunnþór Jónsson voru síðasta haust kærðir fyrir nauðgun. Íslenska kona sakar mennina um að hafa nauðgað sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Lögreglan hafði í febrúar lokið rannsókn málsins og í síðustu viku var það héraðssaksóknari sem felldi málið niður.

Aron hefur frá því að málið kom upp ekki verið í íslenska landsliðshópnum en ÍSÍ hefur undanfarið unnið að reglum í því hvernig taka skal á svona málum þegar þau koma upp. Slíkar reglur áttu að vera tilbúnar í mars en hafa ekki skilað sér.

„Vonandi klárast þessi vinna sem allra fyrst. Þar sem þetta hefur dregist hefur KSÍ farið af stað í að útbúa bráðabirgðareglur sem eiga að verða tilbúnar á næstu vikum,“ segir Vanda við Fréttablaðið en Aron hefur á ferli sínum leikið 97 landsleiki.

Þá segir Vanda að hún hafi ekki átt samtal við Aron Einar eftir að málið kom upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Paul Pogba sagður vera í viðræðum um endurkomu til Manchester

Paul Pogba sagður vera í viðræðum um endurkomu til Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri samdi við sænskan miðjumann

Vestri samdi við sænskan miðjumann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe