Paris Saint-Germain er líklegra áfangastaður en FC Bayern fyrir Sadio Mane en þýska blaðið Bild fjallar um málið.
Bild fjallar um að Mane gæti hugsað sér að fara frá Liverpool í sumar en samningur hans í Bítlaborginni er á enda eftir ár.
Umboðsmaður Mane fundaði með Bayern á dögunum en Bild segir að PSG sé að leiða kapphlaupið.
Mane er þrítugur og kemur frá Senegal en PSG og Bayern eru klár í að bjóða honum hærri laun en Liverpool.
PSG er tilbúið að borga Mane svo talsvert hærri laun en Bayern og því telur Bild að ef Mane fer í sumar þá fari hann til Parísar.