Víkingur fékk Grindavík í heimsókn í þriðju umferð Lengjudeild kvenna í fótbolta í kvöld. Leiknum lauk með 3-0 sigri Víkinga.
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir kom Víkingskonum yfir á 23. mínútu og Hulda Ösp Ágústsdóttir tvöfaldaði forystuna tveimur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks.
Sigdís Eva Bárðardóttir gulltryggði svo heimakonum sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok.
Víkingskonur eru með sex stig eftir þrjá leiki. Grindavík er með þrjú stig.