Valur tók KR í kennslustund í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld.
Stigalaust lið gestanna mætti Íslandsmeisturunum á Origo vellinum. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kom Valskonum yfir á 14. mínútu en Guðmunda Brynja Óladóttir jafnaði fyrir KR átta mínútum síðar.
Þrjú mörk fylgdu frá heimakonum í kjölfarið og staðan 4-1 fyrir Val í leikhléi. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fimmta mark Vals í upphafi síðari hálfleiks og Elísa Viðarsdóttir kom þeim í 6-1 á 75. mínútu.
Valsarar bættu við þremur mörkum í viðbót á síðustu fjórum mínútum leiksins og 9-1 sigur staðreynd. Valur er á toppnum með 12 stig eftir fimm leiki. KR er áfram stigalaust á botninum en liðið hefur fengið á sig 24 mörk í fimm leikjum og aðeins skorað eitt.