Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Íslandsmeistarar Vals unnu yfirburðarsigur gegn KR-ingum á Origo vellinum þar sem sjö leikmenn heimakvenna komust á blað í 9-1 sigri.
ÍBV hirti öll stigin gegn Breiðablik í Kópavogi. Júlíana Sveinsdóttir skoraði eina mark leiksins af löngu færi á 13. mínútu. Þetta var annar sigur ÍBV á tímabilinu en liðið er með sjö stig eftir fimm leiki. Breiðablik er áfram með níu stig eftir annað tap liðsins í fimm leikjum.
Þá gerðu Selfoss og Keflavík markalaust jafntefli á heimavelli Selfyssinga.
Úrslitin þýða að Selfoss er áfram á toppnum með 11 stig eftir fimm leiki. Keflavík er með sjö stig.