Íslendingaliðin Lyngby og Horsens unnu mikilvæga sigra í toppbaráttu dönsku B-deildarinnar í dag.
Lyngby, stýrt af Frey Alexanderssyni, vann 1-2 sigur á Helsingör. Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður í leiknum og var markvörðurinn Frederik Schram á bekknum.
Aron Sigurðarson var í byrjunarliðu Horsens í 0-1 sigri á Nyköbing. Horsens er á toppi deildarinnar með 30 stig. Lyngby er í öðru sæti með stigi minna. Helsingör er svo í þriðja sæti með 55 stig. Tvö lið fara upp í úrvalsdeild og eru tvær umferðir eftir. Útlitið er því afar gott fyrir Horsens og Lyngby.
Það er hins vegar ekki eins gott hjá Esbjerg sem er fallið niður í C-deild eftir tap gegn Fremad Amager í fallbaráttuslag í kvöld. Ísak Óli Ólafsson er á mála hjá Esbjerg en var ekki með í kvöld.
Þetta er mikið áfall fyrir Esbjerg sem er nokkuð stórt félag í Danmörku og með flottan heimavöll sem tekur 17 þúsund manns í sæti.