Axel Óskar Andrésson og félagar hans í Örebro gerðu markalaust jafntefli gegn Skövde á útivelli í dag.
Liðin leika í sænsku B-deildinni.
Hinn 24 ára gamli Axel lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í dag.
Örebro er með 13 stig í áttunda sæti deildarinnar eftir átta leiki.