Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings Reykjavíkur, fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Breiðablik í gærkvöldi eftir að hafa gefið leikmanni Blika olnbogaskot undir lok leiks.
Hann sendir pillu á stuðningsmenn liðsins í færslu á Twitter í gærkvöldi en leiknum lauk með 3-0 sigri Breiðabliks.
Kristall kýldi Davíð Ingvarsson leikmann Breiðabliks undir lok leiksins en óhætt er að fullyrða að Davíð hafi fallið til jarðar með tilþrifum.
Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins ákvað að reka Kristal af velli sem var mjög hissa á þeirri ákvörðun.
Höggið sem slíkt er samkvæmt lögum rautt spjald en leiklistar tilburðir Davíðs vöktu athygli.