Haukar og FH eru komin í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir sigra í kvöld.
Haukar heimsóttu Augnablik og unnu 1-5 sigur. Keri Michelle Birkenhead gerði tvö mörk fyrir Hafnfirðinga. Þórey Björk Eyþórsdóttir, Maria Fernanda Contreras Munoz og Rakel Leósdóttir skoruðu einnig. Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir skoraði mark Augnabliks.
Þór/KA verður andstæðingur Hauka í 16-liða úrslitunum.
FH vann þá ÍH 0-6. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir gerðu báðar tvö mörk. Hin mörkin skoruðu þær Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir og Shaina Faiena Ashouri.
FH mætir Stjörnunni í 16-liða úrslitunum.