fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Ten Hag fær á baukinn fyrir að tala vel um perrakarlinn

433
Mánudaginn 16. maí 2022 12:05

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag nýr stjóri Manchester United fær á baukinn í fjölmiðlum fyrir að hafa talað fallega um Marc Overmars fyrrum yfirmann knattspyrnumála hjá Ajax.

Ten Hag lét af störfum sem þjálfari Ajax í gær en Overmars varð að víkja frá Ajax á tímabilinu eftir. Overmars hætti störfum eftir að ellefu konur stigu fram og sökuðu hann um kynferðislega áreitni. Konurnar sem saka Overmars um kynferðislega áreitni vildu ekki koma fram undir nafni en þær segja hann hafa áreitt þær í samskiptum, meðal annars með því að senda þeim óumbeðnar myndir af getnaðarlim sínum.

Þá sökuðu þrjár af þeim ellefu konum sem stigu fram, Overmars um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi á skrifstofum Ajax. Konurnar létu það einnig í ljós að menningin innan Ajax væri karllæg, niðrandi ummæli um konur og klæðaburð þeirra væru algeng hjá félaginu.

„Ef John Derksen snéri aftur í sjónvarp þá getur Overmars mætt aftur til Ajax,“ sagði Ten Hag um vin sinn eftir síðasta leik sinn með Ajax.

Derksen sem er sjónvarpsmaður í Hollandi viðurkenndi á dögunum að hafa áreitt konu kynferðislega fyrir 50 árum en hann er 73 ára í dag.

„Við erum öll manneskjur í þessum heimi og eigum að hjálpa hvort öðru frekar en að skjóta hvort annað í kafi. Ég hef alltaf sagt það að þessi sigur okkar hjá Ajax er líka sigur hans. Við bjuggum þetta lið til saman,“ sagði Ten Hag en Overmars var yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax.

Overmars var ekki lengi án starfs en hann er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá Royal Antwerp. Ten Hag fær að finna fyrir bresku pressunni í dag sem segja ummæli hans klaufaleg og að tímasetning þeirra sé ekki góð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur