Idrissa Gana Gueye leikmaður PSG neitaði að taka þátt í leik liðsins um helgina þar sem stutt var við hinsegin samfélagið.
Gueye var ekki í hópi liðsins gegn Montpellier um helgina en athygli vakti að Gueye missti af sama leik á síðustu leiktíð.
Á síðasta ári var sagt að Gueye væri með magakveisu en nú segir RMC í Frakklandi að Gueye hafi neitað að klæðast treyju PSG sem var með regnbogalitnum aftan á.
PSG vann 4-0 sigur í leiknum gegn Montpellier þar sem Lionel Messi skoraði meðal annars tvö mörk.
Á síðasta ári hafnaði Gueye því að hafa neitað að spila leikinn þar sem stutt var við LGBTQ+ en hann hefur ekki tjáð sig í ár
Hinsegin er regnhlífarhugtak yfir fólk með kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og/eða kyntjáningu sem fellur ekki að ríkjandi viðmiðum samfélagsins. Hinsegin fólk er m.a. hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir, pankynhneigðir, eikynhneigðir, trans fólk og intersex fólk.