Jurgen Klopp stjóri Liverpool er að ýta eftir því að Liverpool ráði inn sjúkraþjálfara sem Mo Salah og Virgil van Dijk hafa unnið náið með.
The Ahtletic segir frá því að Christopher Rohrbeck sé að snúa aftur til Liverpool en Klopp er sagður krefjast þess.
Rohrbeck vann hjá Liverpool frá 2017 til 2020 en hann ákvað að fara aftur heim til Þýskalands þá.
Liverpool er að glíma við talsvert af meiðslum og vill Klopp fá Rohrbeck til að koma inn og hjálpa til við að fá heilsu liðsins í betra stand.
Rohrbeck var vel liðinn hjá leikmönnum liðsins og er nú að snúa aftur.