Spænska blaðið Marca fullyrðir í dag að Kylian Mbappe hafi tekið ákvörðun um að ganga í raðir Real Madrid í sumar.
Vangaveltur hafa verið í gangi um framtíð Mbappe en samningur þessa magnaða leikmanns rennur út við PSG í næsta mánuði.
Mbappe er 22 ára gamall en Marca segir að hann hafi nú samþykkt fimm ára samning hjá Real Madrid.
Mbappe hefur lengi átt sér þann draum um að spila fyrir Real Madrid og sá draumur er nú að verða að veruleika.
Mbappe er einn besti knattspyrnumaður í heimi en PSG hefur boðið honum rosaleg laun til að halda í hann en það er ekki að takast.