Liverpool varð í gær enskur bikarmeistari í áttunda sinn í sögu félagsins eftir sigur gegn Chelsea í vítaspyrnukeppni.
Staðan var markalaus eftir framlengingu, rétt eins og í deildarbikarnum fyrr á leiktíðinni þar sem Liverpool hafði einnig betur gegn Chelsea í vítaspyrnukeppni.
Cesar Azpilicueta fyrirliði Chelsea varð fyrstur til að klúðra vítaspyrnu er skot hans hafnaði í stönginni.
Sadio Mane hefði getað unnið bikarinn fyrir Liverpool úr fimmtu spyrnu liðsins en Edouard Mendy varði frá honum. Það var svo Kostas Tsimikas sem tryggði Liverpool sigurinn í bráðabana eftir að Alisson hafði varið spyrnu Mason Mount.
Spyrnu Tsimikas má sjá hér að neðan.
THEY’VE DONE IT 🤩@LFC are #EmiratesFACup champions in our 150th anniversary season!#EmiratesFACup pic.twitter.com/yR2Pwrr4RJ
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) May 14, 2022