Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson voru báðir í byrjunarliði AGF í 1-0 tapi liðsins gegn Viborg í dönsku úrvalsdeild karla í dag. Clint Leemans skoraði eina mark leiksins eftir tæpan hálftíma leik.
AGF hefur verið í bullandi fallbaráttu að undanförnu en afar ólíklegt verður að teljast að liðið falli um deild nú þegar ein umferð er eftir. AGF situr í síðasta örugga sætinu, þremur stigum á undan Vejle en síðarnefnda liðið er með 18 mörk meira í mínus.
Jón Dagur og Mikael fóru báðir af velli í upphafi síðari hálfleiks. Gummi Tóta lék allan leikinn fyrir Álaborg í 3-1 tapi á heimavelli en fór af velli þegar rúmar 20 mínútur lifðu leiks.
Atli Barkarson sat allan tímann á varmannabekknum hjá SonderjyskE í 1-1 tapi við OB. Aron Elís Þrándarson var ekki í leikmannahóp OB vegna meiðsla.
Fyrr í dag vann FC Kaupmannahöfn 2-0 sigur gegn Randers sem færði liðið hársbreidd frá danska meistaratitlinum. Hákon Arnar Haraldsson skoraði fyrra mark FCK í leiknum.