Aron Bjarnason var á skotskónum í Íslendingslag í dag er Sirius tók á móti Elfsborg í sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta.
Sirius vann leikinn 2-0. Christian Kouakou kom Sirius yfir á 56. mínútu og Aron tvöfaldaði forystuna sjö mínútum síðar og þar við sat.
Sveinn Aron Guðjohnsen var í byrjunarliði Elfsborg í dag en fór af velli á 73. mínútu.
Mark Arons má sjá hér að neðan.
Aron Bjarnason sätter 2-0 till Sirius!
Se matchen på https://t.co/AJnP9nrqfz pic.twitter.com/sNc2GIJCjz
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) May 14, 2022