Liverpool mun tilkynna komu Fabio Carvalho til félagsins á allra næstu dögum. Þetta segir Football Insider.
Carvalho átti að koma til Liverpool frá Fulham í janúar en félögunum tókst ekki að klára alla pappírsvinnu áður en félagaskiptaglugginn lokaði.
Samningur Portúgalans unga rennur út í lok leiktíðar og var þessi sóknarþenkjandi miðjumaður mjög eftirsóttur en nú lítur allt út fyrir að Liverpool hafi tekist að landa honum.
Carvalho skoraði 10 mörk og gaf átta stoðsendingar fyrir Fulham á leiktíðinni er liðið vann ensku b-deildina. Carvalho skrifar undir fimm ára samning við Liverpool þar sem hann mun spila undir stjórn Jurgen Klopp.