Axel Óskar Andrésson og félagar í Örebro höfðu betur gegn Öster í Íslendingaslag í sænsku b-deildinni í dag. Alex Þór Hauksson leikur fyrir síðarnefnda liðið og léku báðir kappar allan leikinn í dag.
Erik Björndahl skoraði eina mark fyrri hálfleiks er hann kom heimamönnum í Örebro í forystu. Noel Milleskog kom svo Örebro í 2-0 fimm mínútum fyrir leikslok en Noel Milleskog klóraði í bakkann fyrir gestina á fimmtu mínútu uppbótartíma, lokatölur 2-1.
Axel kom til Örebro frá Riga í Lettlandi í lok mars. Liðið situr í fjórða sæti sænsku b-deildarinnar með 13 stig eftir sjö umferðir. Öster er með einu stigi minna í sjöunda sæti.