fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Orri segir að það hafi verið hárrétt að reka Ágúst úr starfi – „Þetta var mjög umdeilt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. maí 2022 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Hlöðversson fyrrum formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks var gestur í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark sem kom út í gær.

Orri er formaður ÍTF í dag og á sæti í stjórn KSÍ en hann er einnig í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Kópavogi.

Orri var spurður að því hvort það hefði verið rétt ákvörðun hjá Breiðablik að reka Ágúst Gylfason úr starfi haustið 2019.

„Ég tók ákvörðunina ekki einn um að reka einn eða neinn, við ákváðum að nýta glugga um að semja ekki við hann áfram. Þetta var mjög umdeilt, það voru margir hissa að við værum að slíta samstarfinu,“ sagði Orri.

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Hann sagði ákvörðunina hafa verið rétta en Breiðablik réð Óskar Hrafn Þorvaldsson í starfið. „Já, ég myndi segja að þeta hafi verið rétt ákvörðun. Um leið segi ég það líka að leiðin hefur ekki alltaf verið einföld,“ segir Orri.

„Fyrsta tímabil Óskars hjá Breiðablik var ekki dans á rósum, hann var að læra á stærra umhverfið sem starfið hjá Breiðablik er.“

Ágúst Gylfason endaði tvö tímabil í röð í öðru sæti og fór með Blika í bikarúrslit. „Þó svo að Óskar hafi gert frábæra hluti fyrir Breiðablik þá hefur Breiðablik gert frábæra hluti fyrir Breiðablik. Mér finnst gaman að sjá hvernig hann hefur þróast í starfi.“

Orri og Óskar Hrafn.

„Markmiðið númer eitt tvö og þrjú er að vinna titla. Draumurinn er að vinna titla með græn hjörtu í hverri stöðu á vellinum en við vitum að það er hægara sagt en gert. Við erum með hátt hlutfall.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur