fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Lætur Roon­ey og Var­dy heyra það og hvetur eigin­menn þeirra til þess að hætta fjár­magna málið – ,,Þurfa að þroskast“

433
Föstudaginn 13. maí 2022 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simon Jordan, sérfræðingur talkSPORT skilur hvorki upp né niður í deilum Rebekuh Vardy og Coleen Rooney sem eru nú komnar fyrir dómsstóla. Hann segir málið skammarlegt og hvetur eiginmenn þeirra til þess að hætta fjármagna þessa vitleysu.

Deilur kvennanna tveggja hafa staðið yfir í langan tíma en Rebekah á­kvað að fara með málið fyrir dóm­stóla eftir að Co­leen á­sakaði hana um að leka upp­lýsingum um einka­líf hennar til breska slúður­miðilsins The Sun. Málið hefur teygt anga sína inn í um­hverfi enska boltans en Rebekah er eigin­kona Jamie Var­dy, fram­herja enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Leicester City.

Co­leen greindi opin­ber­lega frá á­sökunum sínum í Twitter­færslu í októ­ber árið 2019 þar sem hún sagðist hafa haft grun um að Rebekah hafi verið að leka upp­lýsingum um einka­líf sitt til The Sun.

,,Ég held þetta ætti að renna upp fyrir eiginmönnum þeirra eftir að hafa fylgst með þessu:’Dömur – við hættum að fjármagna þessa vitleysu, pökkum saman, þetta er komið gott, þetta er vandræðalegt og algjör óþarfi,'“ lét Simon Jordan hafa eftir sér á talkSPORT um málið.

Hann segir það sorglegt að tími fólks fari í þetta. ,,Þessar tvær konur þurfa að þroskast og gera sér grein fyrir að það eru miklu brýnari hlutir í heiminum en egóið þeirra, narsissískar skoðanir þeirra á heiminum og það sem þær halda að þær eigi rétt á.“


                                                
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?