fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
433Sport

Áfram þjarmað að Vardy sem brast í grát – Hlé gert fyrir hana

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. maí 2022 10:36

Vardy mætir til leiks Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meiðyrðamál Rebekuh Vardy gegn Coleen Rooney er nú fyrir dómsstólum og undanfarna daga hefur það verið tekið fyrir og það mun einnig verða gert næstu daga. Verjandi Rooney sótti hart að Rebekuh Vardy í dag, sakaði hana meðal annars um lygar og lagði fyrir hana nokkur mál sem hann vill meina að Vardy tengist beint en hún þverneitar.

Málið tengist inn í enska boltann en Jamie Vardy, framherji Leicester City er eiginmaður Rebekuh og Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County og fyrrum leikmaður Manchester United er eiginmaður Coleenar.

Co­leen Roon­ey hefur áður sakað Var­dy um að leka upp­lýsingum um einka­líf Roon­ey-fjöl­skyldunnar í fjöl­miðilinn The Sun og upplegg verjanda Rooney í dag var að koma með fleiri sambærileg mál til sögunnar, mál sem hann segir tengjast því að Rebekah Vardy eða umboðsmaður hennar fyrir tilstilli Vardy, hafi lekið upplýsingum um til fjölmiðla gegn greiðslu.

GettyImages

Málið hefur reynst erfitt fyrir Vardy í dómsal en þjarmað hefur verið að henni úr ýmsum áttum og mörg mál þar sem hún er sökuð um að selja blöðum upplýsingar.

Meira:
Harka að færast í leikinn – Vardy brast í grát þegar þjarmað var að henni

Í dag hefur lögmaður hennar séð um að spyrja hana spurninga og eitt af því var mál tengt Wayne Rooney og Jamie Vardy eiginmanni hennar. Fyrir nokkrum árum komu fréttir þess efnis að Rooney hefði ráðlagt Vardy að eiga orð við eiginkonu sína og segja henni að draga sig úr sviðsljósinu.

„Jamie varð reiður yfir þessu og er það enn. Hann segir að þetta samtal hafi aldrei átt sér stað, hann sagði þetta tóma steypu,“ sagði Vardy.

„Ég taldi fjölmiðla vera að búa til vandamál sem voru aldrei til staðar.“

Þegar lögmaður Vardy spurði hana út í þetta mál brast Vardy í grát og bauð dómari henni að gera tíu mínútna hlé sem Vardy þáði.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Samband Simeone og leikmanns í molum – Fær ekkert að spila í vetur

Samband Simeone og leikmanns í molum – Fær ekkert að spila í vetur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þekktur landsliðsmaður handtekinn vegna gruns um nauðgun – Býr í Norður-London

Þekktur landsliðsmaður handtekinn vegna gruns um nauðgun – Býr í Norður-London
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Náðu myndbandi af Ronaldo eftir æfingu í Portúgal í dag

Náðu myndbandi af Ronaldo eftir æfingu í Portúgal í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjörnufans í Besta þættinum – Gummi Tóta fór á kostum

Stjörnufans í Besta þættinum – Gummi Tóta fór á kostum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Áhugi Chelsea á Cristiano Ronaldo staðfestur

Áhugi Chelsea á Cristiano Ronaldo staðfestur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarnan staðfestir sölu á Brynjari til Fram

Stjarnan staðfestir sölu á Brynjari til Fram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allar fréttirnar trufla þau ekki neitt

Allar fréttirnar trufla þau ekki neitt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu þegar Dean Martin lét reka sig af velli í Grindavík

Sjáðu þegar Dean Martin lét reka sig af velli í Grindavík
433Sport
Í gær

Þetta eru líklegustu félögin til þess að kaupa Ronaldo frá United

Þetta eru líklegustu félögin til þess að kaupa Ronaldo frá United
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar Malacia mætti á æfingasvæði Man Utd

Sjáðu þegar Malacia mætti á æfingasvæði Man Utd