Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, giftist í dag unnustu sinni, Fern Hawkins.
Athöfnin var lítil og fór fram hjá sýslumanni ásamt nánustu aðstandendum þeirra hjóna.
Í sumar munu þau Maguire og Hawkins svo halda stórglæsilegt brúðkaup í kastala í Frakklandi.
Maguire og Hawkins eru bæði 29 ára gömul og hafa verið saman í fjölda ára. Þau hafa verið trúlofuð síðan í febrúar 2018.
Það hefur lítið gengið hjá Maguire á vellinum á þessari leiktíð. Bæði honum og Man Utd hefur gengið afleitlega. Hann hefur þó einhverju að fagna utan vallar núna.