Daði Freyr Arnarsson er genginn í raðir Kórdrengja en félagið staðfestir þetta á heimasvæði sínu. Hann kemur til Kórdrengja frá FH.
Daði fór í leyfi frá FH í febrúar eftir að hafa verið sakaður um áreitni í garð ungra kvenna.
„Daði Freyr Arnarsson kemur til Kórdrengja eftir að hafa tekið sér frí frá fótbolta vegna óæskilegrar hegðunar í fortíð sinni,“ segir á vef Kórdrengja
Daði Freyr er kominn með leikheimild hjá Kórdrengjum og gæti spilað sinn fyrsta leik gegn Fylki á morgun. Félagið segir í yfirlýsingu að félagið sé vettvangur þar sem fólk fær annað tækifæri til að sanna sig.
„Kórdrengir hafa ávallt frá stofnun félagsins verið vettvangur þar sem einstaklingar fá annað tækifæri til að sanna sig. Við erum spenntir að vinna með Daða og treystum því að hann muni frá og með tímanum hjá okkur vera þekktur fyrir afrek sín á vellinum og að hafa vaxið sem einstaklingur,“ segir einnig.
Sjá einnig:
Daði Freyr farinn í leyfi frá FH – Sakaður um áreitni og ósæmilega hegðun í garð ungra kvenna