Íslendingaliðið AGF í dönsku úrvalsdeildinni missti af tækifærinu til að tryggja áframhaldandi veru í deildinni gegn Vejle í dag.
Vejle vann leikinn 1-0. Mikael Neville Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson voru báðir í byrjunarliði AGF í leiknum.
Úrslitin þýða að AGF er þremur stigum á undan Vejle, sem er í fallsæti, þegar tvær umferðir eru eftir. Markatala AGF er þó mun betri.
Í dönsku B-deildinni unnu lærisveinar Freys Alexanderssonar í Lyngby 1-0 sigur á Hvidovre. Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður fyrir Lyngby í dag og lék um stundarfjórðung.
Lyngby er á toppi deildarinnar með 56 stig, tveimur stigum á undan liðinu í þriðja sæti, þegar þrjár umferðir eru eftir. Tvö lið fara upp í efstu deild.