Benjamin Mendy, sem er á mála hjá Manchester City á Englandi, mun mæta fyrir dómara síðar í mánuðinum ásamt lögfræðingum sínum.
Knattspyrnumaðurinn er sakaður um sjö nauðganir á fjórum konum. Þá er hann sakaður um eitt kynferðisbrot og einnig tilraun til nauðgunar.
Hinn 27 ára gamli Mendy hefur verið laus gegn tryggingu frá því síðasta haust. Hann leikur augljóslega ekki með Man City á meðan málinu stendur.
Í dag sást Mendy úti að skokka með ökklaband. Voru ensk götublöð ekki lengi að ná myndum af honum.