Ísak Bergmann Jóhannesson fór á kostum fyrir FCK í 2-1 sigri gegn Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni.
Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði bæði mörk liðsins í leiknum. Þá var hann valinn maður leiksins. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur kappans í deildinni síðan í október.
FCK er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Midtjylland. Fyrrnefnda liðið á tvo leiki eftir en það síðarnefnda þrjá.
Stefán Teitur Þórðarson lék seinni hálfleik með Silkeborg í dag. Liðið er í þriðja sæti með 49 stig.
89. Dagens @carlsberg Man of the Match er Isak
2-1 | #fcksif | #fcklive pic.twitter.com/Vvu024aEAt
— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) May 11, 2022
Þá var Guðmundur Þórarinsson í byrjunarliði AaB í 2-2 jafntefli gegn Randers fyrr í dag. Hann lék rúman klukkutíma. Liðið er í fjórða sæti með 45 stig.
Atli Barkarson var þá í byrjunarliði Sönderjyske í 1-1 jafntefli gegn Nordsjælland. Liðið er fallið úr deild þeirra bestu í Danmörku eftir úrslitin.