Valur tók á móti ÍA í Bestu deild karla í kvöld.
Fyrri hálfleikur var fremur rólegur en Valsmenn leiddu þó eftir hann með marki Patrick Pedersen á 44. mínútu.
Heimamenn keyrðu hins vegar yfir Skagamenn í seinni hálfleik. Fyrst skoraði fyrrum leikmaður ÍA, Tryggvi Hrafn Haraldsson, annað mark Vals eftir rúman klukkutíma leik.
Örskömmu síðar gerði Guðmundur Andri Tryggvason svo gott sem út um leikinn með þriðja marki Vals.
Á 72. mínútu var Tryggvi Hrafn svo aftur á ferðinni er hann skoraði fjórða mark Vals. Lokatölur 4-0.
Valur er í öðru sæti deildarinnar með 13 stig. ÍA er í því sjöunda með fimm stig.