fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Vardy og Rooney mættust í dómsal í dag

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 13:45

Rooney og Coleen labba inn í dómsal í dag Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Coleen Rooney og Rebekah Vardy eigast nú við í dómsal en Vardy er í meið­yrða­máli við Coleen vegna ásakanna sem komu fram fyrir tveimur árum.

Rooney og Vardy höfðu átt gott samband í gegnum eiginmenn sína Wayne Rooney og Jamie Vardy sem saman voru í enska landsliðinu.

Enska götublaðið The Sun hefur síðustu ár flutt mikið af fréttum af Coleen Rooney og eiginmanni hennar, Wayne Rooney. Til að byrja með voru fréttirnar allt um persónulegt líf þeirra hjóna. Til að byrja með voru fréttir The Sun allar réttar, upplýsingarnar komu eftir að Coleen Rooney, hafði deilt upplýsingum með nánum vinum á Instagram.

Vardy mætir til leiks
Getty Images

Coleen skildi ekki af hverju allar þessar upplýsingar rötuðu í The Sun, hún var aðeins með nána vini á þessum lokaða Instagram reikningi. Það kom því ekkert annað til greina en að vinkona eða vinur hennar væri að leka upplýsingum í blaðið. ,,Í nokkur ár hefur einhver sem ég treysti til að fylgja mér á persónulegum Instagram reikningi, lekið upplýsingum í The Sun,“ skrifaði Coleen þegar hún sakaði Vardy um að leka í blöðin.

Vardy hefur alltaf hafnað sök en Coleen er örugg á því að þetta hafi komið frá aðgangi Vardy, líklega einhver sem sá um samfélagsmiðla hennar.

Á síðasta ári sagði Coleen frá því að sú sem væri undir grun væri Rebekah Vardy, eiginkona Jamie Vardy fyrrum samherja Wayne Rooney. ,,Síðustu fimm mánuði hef ég deilt helling af falsfréttum til að sjá hvort það myndi rata í The Sun. Það gerðist, fréttir um að velja kyn af næsta barni í Mexíkó. Að ég væri að snúa aftur í sjónvarp og það nýjasta, að það væri leki í kjallaranum okkar,“ allt þetta rataði í The Sun og Rebekah Vardy var sú eina sem sá færslurnar. ,,Ég hef vistað allar myndir sem sanna að bara einn aðili hefur séð þessar sögur á Instagram. Það er Rebekah Vardy,“ skrifaði Coleen.

Reynt hafði verið að leysa málið utan dómsals en það hafði ekki tekist og því fer málið nú alla leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina