Erik ten Hag nýr stjóri Manchester United byrjar af hörku í starfi og hefur ákveðið að stytta sumarfrí leikmanna félagsins í sumar.
Enska blaðið Mirror segir frá en leikmönnum hafði verið tjáð að sumarfrí þeirra yrði til 4 júlí.
Nú er hins vegar ljóst að leikmenn United eiga að mæta til starfa 20 júní en um verður að ræða leikmenn sem ekki taka þátt í landsliðsverkefnum í sumar.
Sumir leikmenn munu fá lengra frí vegna landsliðsverkefna en Ten Hag telur leikmenn United ekki vera í nógu góðu formi.
Ten Hag fundar með leikmönnum United í vikunni í gegnum Zoom en hann er að klára tímabilið með Ajax.
Hann er sagður hafa horft á síðustu leiki liðsins og skoðað fyrri leiki tímabilsins, er það hans skoðun að líkamlegt form leikmanna sé ekki nógu gott.