Lionel Messi er nú sendiherra fyrir Sádí Arabíu og hefur verið kynntur til leiks sem slíkur. Messi á að hjálpa til við að fá ferðamenn til landsins.
Ljóst er að Messi fær verulega vel borgað fyrir að gerast sendiherra Sádí Arabíu en þetta er ekki óumdeilt skref.
Messi hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að ganga í samstarf við Sádí Arabíu en hann deildi mynd á Instagram í dag. Þar hvetur Messi fólk til þess að heimsækja Sádí Arabíu.
Samningur þess efnis hafði verið í farvatninu um nokkurt skeið og hafði verið skorað á Messi að taka ekki tilboðinu frá Sádum.