Fyrsta umferð Lengjudeildarinnar fór fram um helgina en markaþáttur deildarinnar hefur göngu sína á Hringbraut í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 19:30.
Markaþáttur Lengjudeildarinnar vakti mikla lukku síðasta sumar þegar Hringbraut sýndi öll helstu atriðin í leikjum.
Framhald veðrur á því í sumar þar sem þátturinn verður á dagskrá eftir hverja umferð en að auki verður einn leikur í beinni í hverri umferð.
Leikur Kórdrengja og Fylkis verður í beinni útsendingu á föstudag klukkan 19:15 í annari umferð.
Markaþáttur Lengjudeildarinnar á Hringbraut 19:30 í kvöld.