Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði á blaðamannafundi í dag vera ósammála Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, um það að allir vilji að Liverpool vinni ensku úrvalsdeildina.
Guardiola sagði að fjölmiðlar á Englandi héldu með Liverpool eftir 5-0 sigur City á Newcastle um helgina. Klopp er hins vegar á því að stjórinn hafi látið tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur.
„Ég hef veit ekkert um það hvort landinn haldi með okkur. Það er ekki tilfinningin sem ég fæ þegar við ferðumst til annarra staða, það er einmitt öfugt,“ sagði Klopp.
„Ég bý í Liverpool. Það er engin spurning að margir hér vilja að vinnum deildina. En jafnvel hérna er það bara 50%,“ bætti Klopp við.
Manchester City er þrem stigum á undan Liverpool þegar þrjár umferðir eru eftir. Liverpool sækir Aston Villa heim annað kvöld.
Aðspurður hvort hans menn væru nú of langt á eftir City þegar þrír leikir eru eftir sagði Klopp: „Það er ljóst að þetta er ekki búið. Við eigum þrjá leiki eftir og ég einbeiti mér að því hvernig við getum unnið þessa þrjá leiki en fæ engu ráðið um hvort City vinni sína leiki.“
„Við gefumst ekki upp. Þannig erum við.“