fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Klopp ósammála Pep um að allir haldi með Liverpool

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 9. maí 2022 18:53

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði á blaðamannafundi í dag vera ósammála Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, um það að allir vilji að Liverpool vinni ensku úrvalsdeildina.

Guardiola sagði að fjölmiðlar á Englandi héldu með Liverpool eftir 5-0 sigur City á Newcastle um helgina. Klopp er hins vegar á því að stjórinn hafi látið tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur.

Ég hef veit ekkert um það hvort landinn haldi með okkur. Það er ekki tilfinningin sem ég fæ þegar við ferðumst til annarra staða, það er einmitt öfugt,“ sagði Klopp.

Ég bý í Liverpool. Það er engin spurning að margir hér vilja að vinnum deildina. En jafnvel hérna er það bara 50%,“ bætti Klopp við.

Manchester City er þrem stigum á undan Liverpool þegar þrjár umferðir eru eftir. Liverpool sækir Aston Villa heim annað kvöld.

Aðspurður hvort hans menn væru nú of langt á eftir City þegar þrír leikir eru eftir sagði Klopp: „Það er ljóst að þetta er ekki búið. Við eigum þrjá leiki eftir og ég einbeiti mér að því hvernig við getum unnið þessa þrjá leiki en fæ engu ráðið um hvort City vinni sína leiki.“

„Við gefumst ekki upp. Þannig erum við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur