Augsburg heimsótti RB Leipzig í efstu deild Þýskalands í dag og tapaði stórt.
Lokatölur urðu 4-0 þar sem Christopher Nkunku gerði tvö mörk og Andre Silva og Emil Forsberg eitt.
Alfreð Finnbogason var ónotaður varamaður hjá Augsburg í dag.
Augsburg er í fjórtánda sæti með 35 stig. Liðið er öruggt með sæti í Bundesligunni á næstu leiktíð. Ein umferð er enn óleikin.
Leipzig er í fjórða sæti deildarinnar og í góðri stöðu upp á að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.