Barcelona heimsótti Real Betis í La Liga í kvöld.
Mörkin létu á sér standa í kvöld allt þar til stundarfjórðungur lifði leiks. Þá kom Ansu Fati Barcelona yfir.
Marc Bartra jafnaði hins vegar fyrir heimamenn örskömmu síðar.
Það stefndi í jafntefli þar til seint í uppbótartíma þegar Jordi Alba tryggði Barcelona 1-2 sigur.
Barcelona er í öðru sæti deildarinnar með 69 stig. Liðið hefur nú formlega tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Betis er í fimmta sæti með 58 stig, þremur stigum á eftir Atletico Madrid sem á þó leik til góða.