fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Lengjudeild karla: Grótta valtaði yfir Vestra í fyrsta leik

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 7. maí 2022 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grótta fór illa með Vestra á heimavelli sínum í Lengjudeild karla í dag. Um fyrsta leik liðanna í deildinni var að ræða.

Heimamenn fóru langt með það að klára leikinn á fyrstu 20 mínútunum eða svo. Luke Rae kom þeim yfir á 5. mínútu áður en Kristófer Orri Pétursson bætti við marki aðeins mínútu síðar.

Kjartan Kári Halldórsson skoraði svo þriðja mark Gróttu á 22. mínútu. Staðan í hálfleik var 3-0.

Seinni hálfleikur var rólegur framan af. Gestirnir voru ekki líklegir til að minnka muninn á meðan heimamenn voru sáttir með stöðuna.

Þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks skoraði Rae sitt annað mark. Ef það var einhver vafi á hvert stigin færu þá var hann sleginn af þarna.

Sigurður Hrannar Þorsteinsson skoraði svo fimmta og síðasta mark leiksins fyrir Gróttu fimm mínútum síðar. Lokatölur 5-0. Afar sterk byrjun Gróttu en slæmt fyrir nýjan þjálfara Vestra, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, að fá skell í fyrsta leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur