Stærstu stjörnur fótboltans mættu til Mónakó í gær til að fylgja umboðsmanninum, Mino Raiola síðasta spölinn.
Raiola lést á laugardag eftir erfið baráttu við veikindi. Hann hafði fyrr á árinu farið í stóra aðgerð vegna veikinda og náði aldrei fullum bata.
Hann var aðeins 54 ára gamall. Mino Raiola var með margar stærstu stjörnur knattspyrnunnar á sínum snærum. Þar á meðal má nefna leikmennina Erling Haaland, Zlatan Ibrahimovich og Paul Pogba.
Haaland, Zlatan og fleiri stjörnur fótboltans mættu í jarðarför hans í Mónakó í gær en þar hafði Raiola verið búsettur.
Cesc Fabregas leikmaður Mónakó mætti á svæðið en þar var einnig Gianluigi Donnarumma markvörður PSG og Marco Veratti liðsfélagi hans, báðir voru skjólstæðingar Raiola.
Pavel Nedved fyrrum miðjumaður Juventus var einnig mættur en hann var fyrsta stóra nafnið sem Raiola starfaði fyrir.